Story Behind The Song
Written 30 years ago (music and lyrics), finding its way to being recorded 2025.
Song Description
The song is in the 68th Grammy nomination ballots (as a jazz song).
Song Length |
4:37 |
Genre |
R & B - Soul, Jazz - Smooth Jazz |
Tempo |
Medium (111 - 130) |
Mood |
Composed, Welcoming |
Language |
Other |
| |
Lyrics
Afvegaleiddur logi
leikur um hjartans dyr,
brot af því stóra báli
sem brann hér áður fyrr.
Andvari gæti glætt hann,
gert hann að báli á ný
en hvorki von né vindar
vita víst hvar ég bý.
Engu má svo sem muna,
ég man jú liðna tíð
þegar eldur rann um æðar mér og
uppsprettuna kveikti vonin blíð.
Og ég get það en get það ekki,
ég skil það, skil ekki neitt,
bæði veit það og veit það ekki enn.
Ég man það en man það ekki,
ég sé það, sé ekki glóru og ég
er það og er það ekki í senn.
Afvegaleiddi logi,
leiktu þér enn um sinn,
kannski þú getir kveikt upp
kulnaða eldinn minn.
Heimurinn snýst í hringi,
höfuð mitt situr kjurrt,
kal grær í túni en tregann
tekst ekki að flæma burt.
Engu má svo sem muna,
margt getur breyst svo fljótt
alveg eins og eldur blossar upp í
auðu húsi um miðja nótt.
:,: Og ég get það en get það ekki,
ég skil það, skil ekki neitt,
bæði veit það og veit það ekki enn.
Ég man það en man það ekki,
ég sé það, sé ekki glóru og ég
er það og er það ekki í senn. :,: