Song Length |
4:20 |
Genre |
Pop - General, Pop - Classic |
Tempo |
Medium (111 - 130) |
Language |
Other |
Era |
1970 - 1979 |
| |
Lyrics
SÍÐAN ÉG HEF
(lag og texti J.G.J.)
Einn dag er ég gekk niður í bæ
hitti ég þig ? þú sagðir hæ
síðan ég hef
ákaft hugsað um þig
Í augum þínum sá ég löngun og þrá
mér fannst ég skynja að þú vildir mig fá
síðan ég hef
ákaft hugsað um þig
Svo fór ég í Klúbbinn eitt kvöld
ég hafði ekki séð þig í heila öld
síðan ég hef
ákaft hugsað um þig
Þú stóðst við barinn og brostir við mér
á þeirri stundu ég féll fyrir þér
síðan ég hef
svo ákaft hugsað um þig
Ég bauð þér upp í vangadans
og þrýsti þér fast upp að mér
ég vissi ekki þá að þú varst konan hans
þú bauðst mér nú samt heim með þér
Seinna ? þú sagðir manninn á sjó
en jafnframt að þú elskaðir hann þó
síðan ég hef
svo ákaft hugsað um þig
J.G.J. : söngur, raddir, kassagítar, bassi
Ólafur Garðarsson : trommur
Jakob Magnússon : píanó, orgel
Gunnar Ormslev : tenor sax.
Helga Hauksdóttir : 1. fiðla
Ásdís Þorsteinsdóttir : 2. fiðla
Dóra Björgvinsdóttir : 3. fiðla
Deidre Hermann : lágfiðla
Auður Ingvadóttir : sello
Magnús Ingimarsson : annaðist
útsetn. f. strengjasveit